Hitastig og vindar í áratug

🌅 Jæja, fer hann ekki að snúast í norðaustan?

Vindarósir

Á veturna eru ríkjandi áttir á Skagaströnd suð-austlægar og norð-austlægar en norðanáttirnar eru hvassari en sunnanáttirnar þó þær séu álíka tíðar í mælingum. Á vindarósunum má sjá tíðni vinda eftir áttum og vindhraða og hér má sjá vindarósir fyrir hvern mánuð. Hægt er að nálgast vindarósir á vef Veðurstofunnar en þar sem veðurfar er auðvitað mjög breytilegt eftir árstíðum er skemmtilegt að geta séð þær fyrir hvern mánuð.

Tíðni vinda eftir tíma dags

Vindur blæs aldrei lengi úr vestri fyrr en sólin fer að hækka á himni á vorin. Í júní, júlí og ágúst kemur hafgolan inn síðla morguns en dofnar svo um kvöldið. Þó þetta sé almenn vitneskja og vel þekkt veðrakerfi er áhugavert að rýna í myndirnar. Tíðni og styrk vinda eftir tíma dags má sjá á myndunum hér að neðan sem sýna febrúarmánuð annars vegar og júlímánuð hins vegar.

Hitastig hefur farið yfir 20 °C í júlí árin 2017-19 en það hefur gerðist ekki í sumar (2021) þó að meðalhiti hafi verið með hærra móti í júlí eða 11 °C.

Skagaströnd er ekki þekkt fyrir að vera nein sólarströnd frekar en aðrir staðir á Íslandi. Hér geta vindar blásið dögum saman úr norðri og austri á veturna. Í nóvember 2016 var lengsta tímabilið með stöðugum norðanvindi en þá blés í 3,8 sólarhringa með léttum vindi (meðaltal 10 m/s) en miðað við gögnin þá hefur versta veðrið síðasta áratuginn líklega verið í apríl árið 2020. Þá blés úr norðaustri í tvo sólarhringa með skafrenningi ofan af fjöllum. Þá var meðalvindur upp á 16,6 m/s og mestu hviður fóru upp í 44 m/s og meðalhiti var -5,6 °C.

Verstu og langdregnustu veður síðasta áratugar:

Frá (dags/tími) Til (dags/tími) Fjöldi klst. Meðalvindur (m/s) Hviður (m/s) Meðalhiti (°C) Átt
19. nóv. 2012/04:50 16. nóv. 2012/02:00 75 9.5 20 -2.2 N
14. jan. 2011/05:50 10. jan. 2011/22:50 79 14.6 34 -0.7 A
24. feb. 2014/01:40 20. feb. 2014/18:10 80 15.4 29 1.1 NA
14. feb. 2014/19:50 11. feb. 2014/14:20 78 14.8 37 2.0 NA
18. sep. 2013/07:20 15. sep. 2013/06:30 73 11.1 26 2.7 N
20. nóv. 2016/12:20 16. nóv. 2016/16:00 92 9.7 23 -0.4 N
22. sep. 2018/16:10 19. sep. 2018/18:40 70 7.2 20 1.7 N
25. nóv. 2017/15:20 23. nóv. 2017/02:20 61 10.7 23 -1.7 N
21. des. 2019/00:10 18. des. 2019/00:10 72 15.5 36 0.4 NA
17. des. 2020/08:30 14. des. 2020/10:50 70 16.3 34 3.5 A
05. apr. 2020/23:40 03. apr. 2020/08:50 63 16.6 44 -5.6 NA

Gögnin eru unnin upp úr mælingum veðurstöðvarinnar á Skagastrandarhöfn en hún var sett upp að beiðni Skagastrandarhafnar árið 2011. Gögnin voru sótt á vef M&T ehf. (www.mogt.is) sem sér um að þjónusta veðurstöðina.